Johannsson.net
 

Ég hef rekið mig á að margir vita ekki alveg hver munurinn er á yfirstýringu og undirstýringu og mér datt í
hug að reyna að að útskýra það eitthvað smá hérna.

Þeir sem hafa keyrt eitthvað að ráði og leikið sér á bílnum sínum þekkja það þegar þeir taka krappa beygju að bíllinn
rennur út undar sér að framan, þ.e. framhjólin missa gripið, þetta er kallað undirstýring.
En þegar maður er að keyra í beygju og afturendinn sleppir malbikinu á undan framendanum þá er bíllinn yfirstýrður.

Flestir vilja hafa bílana sína frekar yfirstýrða en undirstýrða, en að sjálfsögðu er jafnvægi þarna það besta sem hægt
er að hafa, þ.e. að bíllinn fari í yfirstýringu rétt áður en hann fer í undirstýringu, svona eru t.d. Formula 1 bílarnir settir upp.

Það er mjög algengt að framdrifsbílar séu undirstýrðir, þar spilar margt inn í, en þó aðallega það að drifið tekur á
framhjólunum og rífur þess vegna frekar hjólin úr gripi en á afturdrifsbílum.

Það er margt hægt að gera til að stilla bílinn, t.d. má lækka loftþrýsting í framdekkjum um 3-4 psi til að minnka undirstýringu,
einnig er hægt að skoða dempara og togstangir.

Togstangir virka á þann hátt að þær dreifa þyngdinni sem leggst á það dekk sem er utan beygjuradíusinns, þ.e. ef þú
ert að beygja til vinstri þá leggst meiri þyngd á hægri hjólin og togstöngin dreifir þessari þyngd eitthvað yfir á vinstra
hjólið, eftir því sem togstöngin er þykkari, þá flytur hún minni þyngd á milli hjóla, þannig að ef bíllinn er að undirstýra
þá er of lítil þyngd á hjólið, semsagt, togstöngin getur verið að færa of mikla þyngd á hitt framhjólið, og til að
minnka undirstýringu getur þú fengið þér þykkari togstöng til að þyngdin leggist meira á hjólið og þar af leiðandi
verður gripið meira.

Demparar skipta líka máli og þar skiptir mestu að vera með þá lengd af dempurum sem bíllinn þinn ræður við, ekki
er gott að hafa of stutta dempara því í kröppum beygjum getur bíllinn þá lyft innra hjóli og missir við það grip.
Best er að hafa dempara sem leggjast saman í samhengi við að dragast út, þannig að ef bíll leggst niður
hægra megin í vinstri beygju, þá þarf demparinn vinstra megin að hafa sundursláttin nógu langan til
að lyfta ekki því hjóli, þetta á við bæði að framan og aftan.

Það eru skiptar skoðaðir meðal manna hvort sé betra, yfirstýring eða undirstýring, margir vilja hafa bílana
undirstýrða og gefa þá ástæðu að betra sé að leiðrétta aksturinn þegar þeir finna að bíllinn er að fara að undirstýra,
en aðrir vilja ekki sjá undirstýringu, og er ég þar á meðal, þú þarft reyndar helst að vera á kraftmiklum afturdrifsbíl
til að finna hvað yfirstýring er frábær, því um leið og þú finnur að þú ert að missa bílinn upp að aftan þá bara gefurðu
dósinni og slædar þig í gegnum beygjuna,, ekki kannski hraðvirkasta leiðin en mjög skemmtileg.

Ég átti bíl sem var mjög undirstýrður, það kom mér reyndar á óvart því þetta var miðjumótorsbíll, Fiat X1/9.
Ég var að taka 90° beygju á honum einu sinni og vissi greinilega ekki alveg hvar ég hafði hann, allavega þá fór hann í þá svakalegustu undirstýringu sem ég hef lent í og húrraði beint inn í innkeyrslu og þar á bretti fullt af litlum ljótum múrsteinum, og það var eins og við manninn mælt, það rigndi múrsteinum yfir litla Fiatinn minn.
Eftir þetta atvik þá gerðist ég mikill hatursmaður undirstýringar og hef reynt að forðast bíla með þennan leiða eiginleika.

Jæja,, ég vona að þetta hafi útskýrt eitthvað.. og ef þið eruð ekki sammlála mér þá endilega látið mig heyra það.. ;-)