Johannsson.net
 

Hvað er túrbína?

Túrbína er græja sem dælir lofti inn á vélina, ekkert meira í raun og
veru.

Túrbínan er byggð upp á 2 hólfum, í báðum hólfum eru viftur, báðar
þessar viftur eru tengdar saman með öxli og á milli þessara vifta er
þétting sem kölluð er "radial seal", og því miður er oft þessi
þétting eða legan sem er inni í þéttingunni sem bilar í túrbínum, það
er hægt að skipta um þessa þéttingu og legu í sumum túrbínum en ekki
öllum.

Hvernig virkar túrbína?

Annað hólfið í túrbínunni er tengt við pústgreinina á vélinni, og hitt
hólfið við loftinntak vélarinnar, þannig að þegar vélin er í gangi þá
sér pústloftið um að snúa viftunni í hólfinu sínu, og þar af leiðandi
snýst hin viftan sem er tengd við loftinntakið og dælir lofti inn á
vélina.  Loftþrýstingur á jörðinni við sjávarmál er um 14,7 psi,
(pounds per square inch), og er sá þrýstingur það sem venjuelgar
túrbínulausar vélar þurfa að notast við þegar loft/bensínblanda fer inn
á vélina, en á túrbínuvélum getur þessi þrýstingur orðið t.d. 20 psi,
þið hafið kannski heyrt menn segja að þeir séu að pumpa 7 pundum (psi)
inn á vélina, þá eru þeir að meina 14,7 psi + 7 psi, semsagt 21,7 psi,
því ef þeir væru að pumpa bara 7 psi inn á vélina þá væru þeir að
keyra á vaccum.. :)..   þegar meiri loftþrýsting er dælt inn á
vélina þá getur vélin tekið við meira bensíni, því blandan verður að
vera hlutfallslega sú sama í öllum vélum, þannig að hin einfalda regla um
að því meira loft, því meira bensín = meiri kraftur er hér í fullu
gildi.

Túrbínur snúast á mjög miklum hraða og geta í raun snúist næstum án
takmarkana, því er á túrbínunni er einnig ventill, kallaður
"wastegate", þessi  ventill opnast og hleypir út lofti þegar
túrbínan er komin á of mikinn snúning miðað við getu vélarinnar, (til
að vélin fái ekki of mikið loft), margir hafa skipt þessum ventli út og
fengið sér ventil sem opnast seinna, þ.e. ventillinn opnast t.d. orginal við
6 psi, en nýji ventillinn við 8 psi, þetta þýðir að vélin fær meira
loft og þarafleiðandi meiri kraft, en ókostur við þetta er að vélarnar
munu endast skemur, en þetta hefur lítið með endingartíma túrbínunar að
gera. 

Viðhald.

Túrbínur eru smurðar með sömu olíu og er á vél bílsins, (legan á milli
viftanna), og þar sem túrbínur snúast á gríðarlegum snúning þá eru
ekki margar olíur í dag sem þola þann ofboðslega hita sem myndast við
þennan snúning, næstum undantekningarlaust skal nota góða gerviefnaolíu á
túrbóvélar, og skipta þarf um olíu mun oftar en á venjulegum vélum.
Einnig er annað sem margir túrbínueigendur virðast ekki vita, en það er
þegar búið er að keyra túrbínuvél á góðum snúning í smá tíma þá
má ALDREI drepa á vélinni fyrr en eftir amk 2 mínútur, ástæða þess er
sú að olíudæla vélarinnar sér um að dæla olíu inn á túrbínuna og ef
drepið er á vélinni meðan túrbínan er enn á góðum snúning þá kemur
túrbínan til með að snúast í allt að 2 mínútur án þess að fá neina
smurningu, en þetta er hægt að minnka með því að leyfa vélinni að ganga
í smá stund í hægagangi áður en drepið er á.  Reyndar er eitthvað
um að bílar séu komnir með sér rafmagnsdælu bara fyrir túrbínuna en
það er ekki mjög algengt ennþá að ég best veit.

Þannig að eina viðhaldið er að skipta reglulega um olíu og leyfa
túrbínunni að ná snúningnum niður áður en drepið er á.... og svo að
sjálfsögðu að vera alltaf með hreina loftsíu.

Intercooler.

Intercooler er í raun bara eins og vatnskassi, vegna þess að túrbínan
snýst mjög hratt þá fylgir því mikill hiti, og er það talinn einn af
mestu ókostum túrbínunnar, (hitinn), og það gerir það að verkum að
loftið sem fer inn á vélina er einnig mjög heitt, og þeir sem muna eftir
eðlisfærði 101 muna að heitt loft tekur meira pláss en kalt loft. ;),
þannig að kæling loftsins er æskileg, og það sér intercoolerinn um,
loftið fer í gegnum hann og kólnar eitthvað á leiðinni, alveg eins og
vatnið í vatnskassanum og kemst þá meira loft inn á vélina.

Hitt og þetta

Það eru til nokkrar gerðir af túrbínu uppsetningum, ein er það sem
kallað er blowthru, en þá er rörið frá túrbínunni fest ofan á
blöndunginn, þ.e. loftinu er blásið í gegnum blöndunginn, (blow through),
svo er til suckthru, en þá er plata sett undir blöndunginn og í hana er
túrbínan tengd og sér þá loftstreymið um að sjúga bensín úr
blöndungnum, þessi aðferð var mikið notuð á árum áður en er ekki eins
vinsæl í dag. Túrbínur á innspýtingarbílum eru oftast blowthru.

Stærð túrbínunnar skipti líka miklu máli, eitt af vandamálum túrbínu er
það sem kallað er turbo lag, en það er smá hik sem kemur í þessar vélar
á vissu stigi, það gerist á þeim tíma sem túrbínan er að ná meiri
þrýsting en 14,7 psi, þá kemur smá hökt í vélarnar, þetta hefur lagast
mikið seinni ár en því miður er enn ekki búið að koma alveg í veg fyrir
þetta, margir hafa sett 2 túrbínur í vélarnar til að losna við þetta,
eina litla sem virkar fyrir lágan snúning og eina stóra sem tekur svo við
þegar sú leitla hefur ekki getu til að dæla nægilegu loftmagni í stóra
vél á háum snúning.