Johannsson.net
 

Þrykktur stimpill

Hvað er þrykktur stimpill?

Venjulegur stimpill er steyptur, þ.e. það er búið til mót fyrir stimpilinn og svo er hellt í mótið einhverri málmblöndu sem er oft ansi misjöfn.
Þrykktur stimpill er stimpill líka, duh, en hann er öðruvísi steyptur, það er, hann er næstum undantekningarlaust úr áli, og þegar álinu er hellt í mótið er það gert undir þrýsting, ástæða þess er að þá verður álið mun þéttara í sér í stimplinum og minni hætta á að stimpillinn gefi sig. Svo þegar búið er að steypa stimpilinn þá eru götin fyrir stimpilboltann boruð og rákirnar fyrir stimpilhringina fræstar.
Eitt þarf maður að passa þegar maður er með þrykkta álstimpla í vélinni hjá sér, það er að ál þrútnar meira en þessi venjulega blanda sem er í venjulegum stimplum, og þess vegna eru þrykktir stimplar oftast minni (kaldir) en venjulegir stimplar, sem þýðir það að þið verðið að passa að þenja ALDREI vélina þegar hún er köld, (á reyndar við allar vélar) en er mjög krítískt í vélum með álstimpla., en á móti kemur er að vélar með álstimpla eru oftast fljótari að hitna en venjulegar vélar.

Af hverju þrykktan stimpil?

Þrykktur stimpill er mun sterkari en venjulegur stimpill, þ.e. á háum snúning, hann þolir mun meiri átök, hita og er mun nákvæmari í mælingu en venjulegur stimpill.

Á ég að fá mér þrykkta stimpla?

Ef þú ert að keppa í mótorsporti, eða ert alveg hooked á að götu-reisa þá já, ekki spurning, þú færð mun balanseraðri vél, meir kraft og getur snúið vélinni á hærri snúning án þess að hafa áhyygjur af stimplunum, ef þú snýrð vélinni í max 5000rpm, þá hugsa ég að þrykktir stimplar séu peningasóun hjá þér.

Fæ ég meiri kraft með þrykktum stimplum?

Já, í raun færðu meiri kraft, en það eru engin ósköp, þrykktir stimplar eru mest vegna balanseringar...og það að þrykktir stimplar eru léttari en venjulegir stimplar og hjálpa þess vegna til við að ná vélinni á hærri snúning. (ásamt því að þola hærri snúning)