Johannsson.net
 

Jæja, þá er komið að því að útskýra hvað flækjur eru.

Hvað eru flækjur?
Flækjur eru rör sem liggja frá heddinu, þ.e. er tengt við útblástursportin og tengja vélina við pústkerfið. Geta verið frá 2 rörum (2 strokka) upp í 16 rör, (16 strokka) Það er aldrei 1 rör í flækjum sem tengist við 2 eða fleiri strokka, þá er þetta ekki flækjur heldur venjulegar pústgreinar.

Hvað gera flækjur?
Og þá komum við að aðalatriðinu, flækjur sjá um að koma útblæstri frá vélinni og sjá einnig um að ýta óbrunnu eldsneyti inn í strokkana aftur. Ekkert meira... Venjulegar pústgreinar sjá að sjálfsögðu um að koma útblæstrinum frá vélinni en geta ekki ýtt þessum bensíngufum aftur inn í strokkinn,, þarna liggur munurinn., (og jú, flottara sound)

Hvernig virka flækjur?
Þegar vélin opnar útblástursventlana og sendir brunnið eldsneyti út í flækjurnar þá eru inntaksventlarnir opnir í smá stund á meðan útventlarnir eru opnir, (valve overlap)
þetta er gert til að hjálpa til við kælingu á vélinni,
en ókosturinn við þetta valve overlap er að stimpillinn er á leiðinni upp þegar það gerist og ýtir þar af leiðandi óbrunnu eldsneyti út um pústið, og það er eitthvað sem við viljum ekki að gerist.
Hvernig getum við þá ýtt þessu bensíni aftur inn í strokkinn úr pústinu? Jú, með flækjunum,,
því þegar vélin sprengir þá opnast útventillinn svo að segja strax eftir sprenginguna og við það myndast hljóðbylgja í strokknum, brúmm brúmm),
þessi hljóðbylgja (sonic wave) fer út um útblástursventilinn, inn í flækjurnar og cruisar þar óhindrað þar til hún kemur að þrengingunni sem er aftast á flækjunum, (svipuð og ísform í laginu, þ.e. kónísk) þessi þrengin er kölluð “collector”, eða safnari get ég ímyndað mér að hið ylhýra nefni það,
þegar hljóðbylgjan lendir á collectornum þá snýr hún við, og hvert fer hún? Jú, inn í strokkin aftur, og nú kemur rúsínan í pylsuendanum,
á þessari ferð til baka þá ýtir hún þessu óbrunna eldsneyti aftur inn í strokkinn... veiiii.... og svo lokast útblástursventillinn, kertið neistar og búmm... allt byrjar upp á nýtt...
Það þarf líka að vera þrýstingur inni í pústkerfinu til þess að flækjurnar virki eins og þær eiga að gera,
og þess vegna er oft settur stútur aftan á flækjurnar sem er stundum kallaður “Stinger”, þessi stútur er hannaður með það í huga að ná upp þrýsting í flækjunum,
og ef þessi stútur er á flækjunum þá segir það manni oftast að þær séu hannaðar með það í huga að ekkert pústkerfi komi aftan á flækjurnar.

Á ég að fá mér flækjur?
Sko, flækjur eru hannaðar með aðeins 1 snúning (rpm) í huga, og ef þú ekur alltaf á sama snúning þá eru flækjur það sem þú verður að fá þér. En ekki búast við að flækjurnar gefi þér meira power á lágum snúning, nema þær séu hannaðar með lágan snúning í huga, eins og í t.d. jeppum, flækjur gefa sjaldnast 20-30% hestaflaaukningu, 5 – 10% er nærri lagi, en fer að sjálfsögðu eftir vélargerð, það eru margir sem eru að framleiða flækjur í langflestar gerðir bíla og best er að skoða lýsinguna á flækjunum og sjá hvort þær henti þér, flækjur geta nefnilega verið stilltar inn á nokkra snúningshraða, einn framleiðandi getur verið með flækjur sem eru hannaðar með 7000rpm í huga, meðan sá næsti hefur valið 6000rpm. Ef til dæmis er búið að skipta um knastás í bílnum þínum þá er alls ekkert gefið að einhverjar flækjur sem eru hannaðar á standard bíl henti við þinn bíl, Collectorinn og lengd flækjanna er krítiski þátturinn í smíði flækja, hve mikið collectorinn er kónískur og langur ræður öllu um hvenær og hvernig hljóðbylgjan snýr við.

Langar flækjur = Lágur snúningur
Stuttar flækjur = Hár snúningur

Skoðið bara muninn á flækjum fyrir gömlu USA V8´urnar og t.d. á nýju 4 strokka mótorhjóli.. þá sjáið þið muninn.

Og svona rétt í lokin þá má nefna það að orðið "flækjur" er sér íslenskt fyrirbæri eftir því sem ég kemst næst, sennilega vegna þess að rörin eru öll í "flækju", en þessi flækja hefur ekkert að segja hvernig þær virka, þetta er einungis svona flækt til að þær komist fyrir í bílnum, m.ö.o þá má flækja rörin eins og menn vilja en það hefur engin áhrif á virkni flækjanna, (bara ekki beygja svo mikið að það komi brot í rörið) flækjur geta meira að segja verið þráðbeinar...

Nú er ég farinn að fá mér kaffi....;)