Johannsson.net
 

Það hefur loðað við að menn hafa verið að “porta” heddin í bílskúrum og víðar án þess að vita alveg hvað á að gera, þegar talað er um að “porta” þá er það gert að menn pússa eða fræsa portin á heddunum, oft til að taka burt nibbur og misjöfnur sem koma vegna fjöldaframleiðslu, en oft stækka menn portin án þess að reikna út hve mikið má stækka þau. Til dæmis má ALDREI pólera inntaksport, það má við útblástursport, en ekki inntaksportin, af hverju? Jú, vegna þess að ef inntaksportin eru póleruð þá hverfa pinkulitlar nibbur í áferðinni í portinu sem hjálpa til við að halda bensíngufunum í gufuformi, það sem gerist er að bensíngufan fer inn í portið, og rekst á þessar nibbur og hendast til hliðar og haldast þar af leiðandi í gufuformi, aftur á móti ef yfirborð portsins er orðið rennislétt, og bensíngufan lendir á yfirborðinu þá hendist hún ekki til bara heldur rennur niður með portinu og breytist í vökva. Þannig... Aldrei pólera inntaksport. Ef það hefur verið gert á vélinni hjá þér þá er mjög gott að sandblása portið með glerblæstri, þá færðu þetta yfirborð sem þú þarft að hafa. En útblástursportin mega eins og áður sagði vera póleruð, því þar er ekkert sem þú vilt láta vera að hendast fram og tilbaka,, heldur bara beint út á sem skemmstum tíma.

Þegar hedd er “portað” þá má taka í burt nibbur sem eru greinilega fyrir, en það skal passa það að þegar brúin sem liggur að ventlastönginni er fræst þá þarf að búa til fjallshrygg, þ.e. að gera þessa brún eins beitta og hægt er til að bensínflæðið stoppi ekki á þessum hrygg, alls ekki taka þennan hrygg í burtu því þá lendir blandan beint á ventlastönginni og endurkastast upp í blöndung.

Ekki má stækka portið við blöndung né við pústgrein, nema að ventlar hafi verið stækkaðir, ekki er æskilegt að port sé meira en 80-85% af stærð ventils.

Ég mæli ekki með að hedd séu portuð nema að flow bench sé við hendina, þ.e. flæðibekkur get ég ímyndað mér að hann heiti á íslensku, en það sem þessi bekkur gerir er að hann mælir flæðið í gegnum portin, þannig að ef þú hefur aðgang að svona bekk, þá geturðu séð hvað ávinnst með portun. En sjálfsagt er að hreinsa portin af greinilegum nibbum, og pólera útblástursportin.. en það er talsverð vinna ef vel á að vera.