Johannsson.net
 
Ég hef soldið verið að velta fyrir mér radarmælingum og fleiru sem lögreglan stundar okkur mörgum til hrellinga.
 
Ég sá á vef lögreglumanns að þeir eru að nota Traffipax radara, og ákvað að skða aðeins vef´siðu Traffipax í Þýskalandi.
 
Það kemur soldið athyglisvert í ljós í tæknilegum upplýsingum um radarinn,,
 
Type of antenna Slot antenna
Transmitter frequency 24.125 GHz (K-band)
Transmitting power 20 mW
Measuring range 20-250 km/h (12-155 mph)
Range I 1. + 2. Lane
Range II 1. - 4. Lane
Messfolge 2 measurement/second
Measuring direction flowing off traffic or arriving traffic
manual/automatically switchable
Messwinkel 20° to the roadside
List for on the right of and link measurement right-angled to the roadside
Measuring club 5° of horizontal opening angles, 20° of vertical opening angles
 
Það sem ég aðallega rak augun í þarna er Measuring range,, 20 km/klst - 250 km/klst. !!!!!  hmm,, er þá ekki bara málið að aka hraðar en 250 km/klst? 
 
Einnig eru lögreglan að nota svokallaða Golden Eagle radara frá fyrirtækinu Kustom Signals.
Ég kom höndum yfir leiðbeiningabækling fyrir tiltekin radar og þar sem ég má ekki nota texta beint úr þessum gögnum (copyright)  þá fjalla ég hér í stuttu máli um það helsta sem mér fannst athyglisvert í þessum skjölum.
 
Þegar lögreglubíll er á ferð er notkunarsvið radarsins 193 km/klst.  þ.e. nær að mæla upp að þeim hraða.
Þegar lögreglubíllinn er stöðvaður er sviðið 16 km/klst til 255 km/klst.
Ef lögreglubíll er á ferð og mælir farartæki sem kemur á móti er hámark samanlagðs hraða beggja ökutækja 337 km/klst, (löggan á 90 þá má hitt tækið max vera á 247 km/klst.)
Ef lögreglubíll er að mæla bíl sem er að aka í sömu átt má hraðamunur lögreglubíls og hins farartækis ekki vera meiri en 8 km/klst.
 
Eitt athyglisvert sem ég sá er að miðstöðin í lögreglubílnum hefur áhrif á radarinn.. þ.e. neikvæð áhrif.
Rigning hefur þau áhrif á radarinn að hann verður óáræðanlegur vegna þess að kerfi sem er í honum sem nemur hraða lögreglubílsins verður fyrir truflun af völdum rigningarinnar, einnig styttist sú vegalengd sem radarinn getur mælt.
Ef lögreglubíll er að aka upp brekku styttist vegalengdin sem radarinn nær vegna þess að hann beinist meira í jörðina.
Það er að þeirra sögn slæmt fyrir lögreglubíl að aka nálægt stóru farartæki þar sem það (stóra farartækið) getur truflað radarinn í því að meta hraða lögreglubílsins (patrol shadowing).
Þegar radarinn kemur í nálægð við eitthvað sem truflar hann, s.s. útvarpssendingar, scramblera? ofl. kemur upp villuboð á radarnum, (rFi).
Þeir hjá Kustom Signals tala mjög oft og mikið um að ein algengasta orsök truflana í radarnum er miðstöðin og loftkælingin í lögreglubílnum sjálfum, það er sía í radarnum sem á að minnka þessa truflun en útilokar hana ekki.
 
Ég er nú með Escort 8500 radarvara sem á að vera einn sá besti á markaðnum, og ég er nokkuð sammála þeirri fullyrðingu.
Það er hægt að stilla varann þannig að hann birti tíðnina sem hann er að nema á skjánum, hurðaropnarar á K bandi eru yfirleitt í kringum 25ghz, en lögregluradarinn á rúmlega 35ghz á Ka bandi.
 
Jan 2007
Volvo Station lögreglubíll (Hafnarfjörður?) 35,482ghz
Volvo (Keflavík) 35,458ghz