Johannsson.net
 

Jæja, það eru svo margir búnir að vera að biðja um grein um dempara þannig að ég ætla að reyna að útskýra þá eitthvað hérna.

Athugið að ég einfalda ýmislegt sem er að mínu áliti óþarfi að fara í einhverjar tæknjilegar útskýringar á.

Það vita sjálfsagt flestir hvað dempari er, þ.e. stautur sem gerir það að verkum að bíllinn skoppar ekki,,, þetta er einfaldasta skýringin... :)

Fjöðrunarkerfi bíla er oftast þannig byggt upp að á milli hjólabúnaðar og grindar er gormur, (eða fjaðrir) og á þessum gormum hvílir bíllinn, það er algengur misskilningur að gormurinn sé aðalatriðið í fjöðrunarkerfinu, en svo er ekki, helsta hlutverk gormsins er að halda bílnum í aksturshæð, reyndar setja sumir mjög stífa gorma í bílana og við það verður gormurinn mikilvægari hluti af fjöðrunarferlinu.

Dempararnir eru hins vegar mun flóknari fyrirbrigði, þeir vinna þannig að þeir tefja hreyfingu hjólsins, bæði upp og niður, (damping & rebound) Damping er þjöppunin og Rebound er sundurslátturinn. Það sem gerist þegar þið lendið á t.d. stein á veginum þá þjappast gormurinn saman, en til að þetta gerist ekki án móstöðu, (því það er mjög lítil mótstaða í flestum gormum) þá tekur demparinn við þessu höggi og mýkir það, og svo þegar hjólið er uppi, með gorminn samanþjappaðann þá má hjólið ekki skjótast niður með látum, (því gormurinn er samanþjappaður) því þá getur bíllinn farið að hoppa, þá tekur demparinn aftur við, og hægir niðurhreyfinguna, (rebound).

Það er oft vinsælt að velja mjög stífa dempara, bæði damping og rebound, þ.e. dempara sem þarf mjög mikinn kraft til að þjappa saman og í sundur. Það er sérstaklega vinsælt á götubílum sem aka á sléttum vegum, en ókosturinn við svona dempara er að ef óvart er ekið á stein eða gangstéttarkant þá er lítið sem gefur eftir og skemmdar felgur, dekk og jafnvel fjöðrunarkerfi er oft afleiðingin.
Kosturinn við stífa dempara aftur á móti þeir að þyngd á hjólin í beygjum dreifist betur = betra grip, þ.e. bíllinn hallast minna í kröppum beygjum. Það er ekki jafn vinsælt á spyrnubílum að vera með stífa dempara, sér í lagi að aftan, því með mýkri dempurum þá leggst bíllinn niður að aftan þegar tekið er af stað og fær þar af leiðandi meiri þyngd á afturhjólin sem gefur betra grip.

Kosturinn við að hafa rebound stíft, þ.e. sundursláttinn, er að í löngum aflíðandi beygjum leggst bíllinn niður á þá hlið sem er utan í beygjunni, svo þegar beygt er í hina áttina snöggt þá getur bíll með lítið rebound skotið hjólinu (sem er þá innan í beygju) niður og við það getur bíllinn misst grip og snúist,, tökum dæmi:
Þú ert að taka vinstri beygju á miklum hraða, hægri fram og afturfjöðrun leggst saman, svo skyndilega tekur þú hægri beygju, leggst þá þungi bílsins á vinstri hjólin og hægri fjöðrunin fer í sundur, ef gormurinn er mjög stífur og skýst í sundur með miklum krafti verður þyngdarfærslan svo hröð að bíllinn hoppar og missir grip, til að koma í veg fyrir þetta er reboundið gert stíft þannig að demparinn dempar einnig þetta sundurslag. Ókosturinn við stíft rebound er þegar teknar eru stuttar litlar beygjur, þá gerist þetta allt svö hratt að hjólið nær ekki niður á malbik þegar beygt er, og missir þá bíllinn grip á því hjóli eitt andartak, þið hafið örugglega séð þetta í Salon Car racing, og jafnvel Rallíi.

Það er mjög gott að sjá hvernig frábær fjöðrun virkar við að horfa á Moto-Cross mótorhjól, það er state-of-the-art fjöðrunarkerfi, þarna sér maður hjól upp á 100kg, með 70kg ökumanni stökkva 10-20 metra í loftið og lenda alveg eins og kúkaklessa á brautinn aftur, hjólið lendir og er strax komið með grip, skoppar ekkert upp aftur eða neitt.. þarna sér maður fullkomið samspil damping og rebound. Damping tekur höggið þegar hann lendir og rebound kemur í veg fyrir að hjólið skjótist aftur upp í loftið og hann heldur gripi og getur haldið áfram að keyra í botni.

Það má meira að segja sjá smá anga af þessu í íslensku torfærunni, þar er damping í dempurum á jeppunum, en ekkert rebound, þeir taka rebound eiginleikana úr dempurunum, ástæðan fyrir því er að þeir vilja að hásingarnar detti strax niður þegar bíllinn lyftist upp að framan t.d. (fá gripið) en vegna þess að þessir bílar eru svo þungir þáná gormarnir/loftpúðarnir ekki að skjóta þeim upp aftur að neinu marki, gripið er þarna mikilvægara en aksturseiginleikar.

Dempararnir sjálfir eru byggðir upp á skinnum, (allavega flestir), það streymir olía úr einu hólfi í annað og þarf olían að fara gegnum þessar skinnur, (þetta allt er soldið einfaldað) eftir því sem eru fleiri skinnur þá er erfiðara fyrir olíuna að komast á milli, sem gerir demparann stífari. Nú getur olía ekki streymt í lofttæmi, þannig að það er sett loft eða gas í demparana líka, og virkar þetta loft/gas einnig sem smá fjöðrun. Kosturinn við gasið er sá að það endist lengur og þjappast minna. Loftdemparar með ventli, þ.e. þar sem hægt er að bæta lofti í demparana er aðallega til að stilla aksturshæð bílsins, ef sett er það mikið loft í demparann að bíllinn verði stífari þá ertu búinn að setja of mikið loft í hann og getur auðveldlega sprengt demparann.

Jæja... vona að þetta útskýri eitthvað... svo er bara að koma með athugasemdirnar... :)